Lofa glæsilegri rokkhátíð alþýðunnar 24. mars 2006 08:00 Skrifað undir samninga við bakhjarla í gær. MYND/Vilhelm Notalegtheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu. Hátíðin er hugarfóstur feðganna Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra og Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja hátíðin skarti glæsilegum tónlistarmönnum í ár og skal þar fyrstan nefna forsprakkan sjálfan Mugison. Þá stíga listamenn eins og Ghostdigital, Jet Black Joe og Benni Hemm Hemm á svið að ógleymdum Drengjakór MÍ, Harmonikkufélagi Vestfjarða og Jóni Kr. Ólafssyni sem eru meðal fulltrúa heimamanna. Alls sóttust um 60 sveitir eftir því að spila á hátíðinni sem fram fer 15. apríl í Edinborgarhúsinu en aðeins um þriðjungur þeirra komst að. Það má einnig búast við að fjöldi fólks leggi leið sína vestur en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra. Um leið og hátíðin var kynnt í var skrifað undir samning við bakhjarla hátíðarinnar, Glitni, Símann og Flugfélag Íslands en þeir munu styðja við hátíðina fram til ársins 2008. Allir lista- og tæknimenn sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína og segir Mugison að sömu gildi verði í heiðri höfð og fyrri ár. Mugison segir stemmninguna mjög sérstaka sem hann hafi ekki fundið annars staðar. Fólk komi með opnum hug að hlusta á tónlist og sýna sig og sjá aðra. Og það er engin sveit merkilegri en önnur á þessari hátíð því sveitirnar fá allar svipaða tíma til að spila. Mugison hvetur fólk til að kíkja á hátíðina. Bæði fólkið og sveitarfélögin séu æðisleg og gott að vera fyrir vestan. Fólk geti þarna prófað eitthvað nýtt. Lífið Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Notalegtheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu. Hátíðin er hugarfóstur feðganna Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra og Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja hátíðin skarti glæsilegum tónlistarmönnum í ár og skal þar fyrstan nefna forsprakkan sjálfan Mugison. Þá stíga listamenn eins og Ghostdigital, Jet Black Joe og Benni Hemm Hemm á svið að ógleymdum Drengjakór MÍ, Harmonikkufélagi Vestfjarða og Jóni Kr. Ólafssyni sem eru meðal fulltrúa heimamanna. Alls sóttust um 60 sveitir eftir því að spila á hátíðinni sem fram fer 15. apríl í Edinborgarhúsinu en aðeins um þriðjungur þeirra komst að. Það má einnig búast við að fjöldi fólks leggi leið sína vestur en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra. Um leið og hátíðin var kynnt í var skrifað undir samning við bakhjarla hátíðarinnar, Glitni, Símann og Flugfélag Íslands en þeir munu styðja við hátíðina fram til ársins 2008. Allir lista- og tæknimenn sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína og segir Mugison að sömu gildi verði í heiðri höfð og fyrri ár. Mugison segir stemmninguna mjög sérstaka sem hann hafi ekki fundið annars staðar. Fólk komi með opnum hug að hlusta á tónlist og sýna sig og sjá aðra. Og það er engin sveit merkilegri en önnur á þessari hátíð því sveitirnar fá allar svipaða tíma til að spila. Mugison hvetur fólk til að kíkja á hátíðina. Bæði fólkið og sveitarfélögin séu æðisleg og gott að vera fyrir vestan. Fólk geti þarna prófað eitthvað nýtt.
Lífið Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira