Innlent

Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag

Frá svæði varnarliðsins.
Frá svæði varnarliðsins. MYND/Teitur

Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjö verkalýðsfélög ætla í samstarfi við Reykjanesbæ að bjóða íslensku starfsmönnunum upp á margvíslega aðstoð í atvinnuleit. Auk ráðningarþjónustu og námskeiðs í gerð ferilskrár, verður boðið upp á áfallahjálp og aðstoð hjá vinnusálfræðingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×