Innlent

Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu

Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt.

Fyrirtaka var í máli áhugahópsins í morgun en hann telur að ákvarðanir bæði Skipulagsstofnunar og Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, frá 2003 en hann gerði ráð fyrir að hin eiginlegu Þjórsárver yrðu ekki skert.

Á móti mælti ráðherra fyrir tveimur lónum og nýrri veitu í norðaustanverðum verunum. Þessu hefur áhugahópurrin áhyggjur af.Katrín Theodórsdóttir, lögmaður áhugahópsins, segir að hin nýja veita hafi ekki verið í mattskýrslu Landsvirkjunar og hópurinn telji því að hin nýja útfærsla þurfi að sæta mati.

Katrín segir að þess misskilnings gæta víða að hætt hafi verið við Norðlingaölduveitu. Það sé ekki rétt. Framkvæmdinni hafi aðeins verið frestað og sett á ís.

Hópurinn sem stefnir ríkinu hyggst standa fyrir fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem hann fær ekki gjafsókn. Það er vegna þess að lögum um gjafsókn var breytt á síðasta ári og ákvæði þeirra þrengd þannig að einstaklingar sem eiga í höggi við ríki, ríkisstofnanir eða stórfyrirtæki fá hana ekki lengur. Katrín segir áhugahópinn hafa byggt sína kröfu um gjafsókn á því ákvæði. Hópurinn verði því að fara í söfnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×