Viðskipti erlent

Hætti við yfirtökutilboð í LSE

Mynd/AFP

Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hætti í dag við 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð sitt í kauphöll Lundúna, London Stock Exchange (LSE), án nokkurra útskýringa. Ákvörðun Nasdaq að hætta við tilboðið, sem hljóðaði upp á 950 pens á hlut, varð til þess að gengi bréfa í LSE lækkaði um 8,7 prósent í dag.

Kauphöll Lundúna er sú elsta sinnar tegundar í Evrópu og hafa fjármálastofnanir á borð við ástralska bankann Macquarie Bank Ltd., Deutsche Bourse AG og OM Gruppen í Svíþjóð gert árangurslaus tilboð í kauphöllina á síðastliðnum sex árum.

Stjórn kauphallarinnar tók ekki tilboði Nasdaq 10. mars síðastliðinn á þeim forsendum að það væri of lágt. Gengi bréfa í LSE var 1.022,5 pund á hlut í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×