Innlent

Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu

Dómur Hæstaréttar er tvöfalt þyngri en dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Dómur Hæstaréttar er tvöfalt þyngri en dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi.

Hákon Örn var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna brotanna, eða helming þess sem honum ber nú að afplána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×