Þrír eftir - syngja topplög ársins 2005 31. mars 2006 17:31 Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is. Idol Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is.
Idol Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“