Sport

Ætlar að ná í stórt nafn í stjórastólinn

Eftirmaður Souness verður stjóri af hæsta kaliberi ef marka má orð stjórnarformannsins
Eftirmaður Souness verður stjóri af hæsta kaliberi ef marka má orð stjórnarformannsins NordicPhotos/GettyImages

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, segir að félagið ætli að gera allt sem í þess valdi stendur til að ráða stórt nafn í stjórastólinn hjá félaginu í sumar, en Glenn Roader hefur sem kunnugt er sinnt starfinu í afleysingum síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma.

"Stuðningsmenn okkar vilja að sjálfssögðu vita að eitthvað sé að gerast hjá okkur í leitinni að nýjum stjóra hjá Newcastle. Við munum ekki flýta okkur um of að finna nýjan mann, en ég get þó upplýst að það er mikill áhugi fyrir þessari stöðu og listi mögulegra eftirmanna Graeme Souness er langur og glæsilegur - svo að stuðningsmenn liðsins þurfa engu að kvíða í framtíðinni," sagði Shepherd brattur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×