Sport

Ég get náð liðinu á rétta braut

David O´Leary er mjög óhress með gengi Villa
David O´Leary er mjög óhress með gengi Villa NordicPhotos/GettyImages

Gengi Aston Villa hefur ekki verið í samræmi við væntingar stuðningsmanna í vetur og situr liðið sem stendur í fimmta neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. David O´Leary viðurkennir að gengi liðsins hafi verið lélegt í vetur, en heldur því staðfastlega fram að hann sé maðurinn til að koma því á rétta braut á ný.

Margir af stuðningsmönnum Villa vilja fá O´Leary í burtu en hann hefur stýrt liðinu í þrjú ár. "Ég viðurkenni að gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum í vetur, en það gerir mig aðeins ákveðnari í að snúa dæminu við í sumar. Ég mun snúa þessu við, því ég veit hvað til þarf," sagði O´Leary viss í sinni sök.

"Ég þekki ekkert annað en að vera í toppbaráttu sem leikmaður og stjóri og því kann ég afar illa við að vera nálægt botninum eins og nú. Ég vil vera í efri helmingi deildarinnar, en það hefur ekki tekist í vetur af ástæðum sem ég vil ekki fara nánar út í," sagði O´Leary, sem vonast eftir að fá meiri peninga til að styrkja lið sitt í sumar og ætlar þá meðal annars að reyna að verða sér út um stóran framherja á borð við James Beattie eins og hann orðar það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×