FL Group kaupir Dreamliner farþegaþotur 5. apríl 2006 13:43 Boeing 787 Dreamliner farþegaþota. Mynd/AFP FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegaþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, muni nýta vélarnar til að þróa áfram leiðakerfi sitt og endurnýja flugflotann. Félagið á möguleika á að nýta sér kauprétt á þremur Boeing 787 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja er um 290 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt verðskrá. Jafnframt hefur verið samið við Rolls Royce um Trents 1000 hreyfla fyrir Boeing 787 flota félagsins. Boeing 787 flugvélin hefur vakið mikla athygli í flugheiminum að undanförnu fyrir tækniþróun og nýjungar. Alls hafa 28 flugfélög pantað 345 flugvélar af þessari tegund og er hún vinsælasta nýsmíði í sögu Boeing, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vélarnar taka 200 til 300 farþega og henta á allt að 16.000 kílómetra vegalengdum. Þá notar Boeing 787 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar farþegaþotur auk þess sem hægt verður að bjóða 45 prósentum meira vörurými en flugvélar af sambærilegri stærð gera í dag. Farþegarýmið verður gjörólíkt því sem nú tíðkast, gluggar verða mun stærri, sæti og gangar verða breiðari, rakastig verður hærra og margt fleira gerir það að verkum að upplifun farþegans af fluginu verður mun ánægjulegri, að því er segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegaþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, muni nýta vélarnar til að þróa áfram leiðakerfi sitt og endurnýja flugflotann. Félagið á möguleika á að nýta sér kauprétt á þremur Boeing 787 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja er um 290 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt verðskrá. Jafnframt hefur verið samið við Rolls Royce um Trents 1000 hreyfla fyrir Boeing 787 flota félagsins. Boeing 787 flugvélin hefur vakið mikla athygli í flugheiminum að undanförnu fyrir tækniþróun og nýjungar. Alls hafa 28 flugfélög pantað 345 flugvélar af þessari tegund og er hún vinsælasta nýsmíði í sögu Boeing, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vélarnar taka 200 til 300 farþega og henta á allt að 16.000 kílómetra vegalengdum. Þá notar Boeing 787 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar farþegaþotur auk þess sem hægt verður að bjóða 45 prósentum meira vörurými en flugvélar af sambærilegri stærð gera í dag. Farþegarýmið verður gjörólíkt því sem nú tíðkast, gluggar verða mun stærri, sæti og gangar verða breiðari, rakastig verður hærra og margt fleira gerir það að verkum að upplifun farþegans af fluginu verður mun ánægjulegri, að því er segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira