Sport

Þetta var töfrum líkast

Filippo Inzaghi hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og er óðum að finna fyrra form
Filippo Inzaghi hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og er óðum að finna fyrra form NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan segir að sigurinn á Lyon í Meistaradeildinni í gærkvöldi hafi verið töfrum líkastur fyrir sig, en líklega hefur enginn fagnað eins mikið og Inzaghi í gær. Hann skoraði tvö marka Milan í leiknum og markaði þar með endanlega endurkomu sína eftir að hafa barist við erfið meiðsli í tvö ár.

"Þetta kvöld var töfrum líkast, ekki bara fyrir AC Milan, heldur fyrir mig sjálfan líka í ljósi þeirra erfiðleika sem ég hef þurft að glíma við á síðustu misserum. Mér líður stórkostlega og það er gott fyrir sjálfstraustið að skora svona mörk. Ég verð þó að taka ofan fyrir Lyon, þeir eru með frábært lið sem reyndist okkur afar erfið hindrun," sagði Inzaghi, sem vill frekar mæta Benfica en Barcelona í næstu umferð keppninnar.

"Ég vil frekar að við mætum Benfica en Barcelona í undanúrslitunum, því ég held að Barcelona sé stærsta hindrunin á vegi okkar að titlinum. Ef Benfica hinsvegar slær Barcelona út, fær liðið sömu virðingu frá okkur. Það sem mestu máli skiptir er samt sú staðreynd að við erum enn inni í myndinni í keppninni," sagði Inzaghi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×