Sport

Stóri-Sam sektaður

Sam Allardyce er ekki sérstaklega hrifinn af Mike Riley dómara og benti á að í þeim sjö leikjum sem dómarinn hefði dæmt leiki Bolton, hefði hann veifað rauða spjaldinu fimm sinnum - þar af fjórum þeirra í fyrri hálfleik
Sam Allardyce er ekki sérstaklega hrifinn af Mike Riley dómara og benti á að í þeim sjö leikjum sem dómarinn hefði dæmt leiki Bolton, hefði hann veifað rauða spjaldinu fimm sinnum - þar af fjórum þeirra í fyrri hálfleik NordicPhotos/GettyImages
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, hefur verið sektaður um 2000 pund og ávítaður harðlega af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín í garð Mike Riley dómara eftir leik við Blackburn um miðjan janúar. Riley rak Hidetoshi Nakata af velli með rautt spjald í leiknum og Allardyce fór ekki leynt með skoðanir sínar á dómaranum eftir leikinn. Hann ætlar þó ekki að áfrýja dómi sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×