Sport

Hrósar Arsenal í hástert

Marcello Lippi er hrifinn af uppbyggingarstarfi Arsenal og Manchester United
Marcello Lippi er hrifinn af uppbyggingarstarfi Arsenal og Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsþjálfari Ítala, Marcello Lippi, á var til orð til að lýsa hrifningu sinni á framgöngu Arsenal í Meistaradeildinni eftir að liðið sló Juventus úr keppni á dögunum. Lippi segir að ítölsku liðin geti lært mikið af Arsenal og dirfsku Arsene Wenger, sem hefur þorað að treysta á unga leikmenn liðsins í vetur.

"Arsenal hefur verið það fallegasta sem hefur verið í boði í Meistaradeildinni í ár," sagði Lippi í samtali við Gazzetta dello Sport. "Liðið hefur vaxið ótrúlega í keppninni og hefur leyft sér að gera nokkuð sem ítölsku liðin hefðu aldrei þorað að gera. Bilið milli Arsenal og efsta liðsins í ensku úrvalsdeildinni er gríðarlegt, því þeir hafa ákveðið að gefa ungu leikmönnunum tækifæri og hafa til að mynda skipt alveg um varnarlínu frá í haust þó meiðsli spili auðvitað stórt hlutverk í því.

Hugsið ykkur hvað menn myndu segja ef AC Milan eða Juventus væri 26 stigum á eftir toppliðinu á Ítalíu. Sömu sögu má í raun segja um Manchester United, liðið hefur á sama hátt verið að yngja upp og þó það hafi kostað það árangur í Meistaradeildinni, hefur liðið nú sótt hart að Chelsea á lokasprettinum og er til alls líklegt," sagði Lippi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×