Lífið

Kálfar til sýnis í Smáralind í dag

Finna mátti fjósalykt í Smáralind í dag. Það virtist þó ekki hafa áhrif á aðsóknina enda voru þarna á ferðinni kúabændur að kynna sig og framleiðslu sína.

Landssamband kúabænda fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu og efndi að því tilefni til fjölskylduhátíðar í Smáralind í dag. Þar gat að líta ýmsan fróðleik um nautgriparækt og mjólkurframleiðslu í landinu ásamt 365 kúamyndum úr safni Jóns Eiríkssonar bónda og ljósmyndara á Búrfelli. Einna mesta athygli vöktu hins vegar fjórir kálfar sem komið hafði verið fyrir í stíu á miðju gólfinu í verslunarmiðstöðinni og greinilegt að börnunum sem komin voru í Smáralind þótti mikið til koma. Erfitt var hins vegar að ráða í svip skepnanna um það hvort þeim líkaði vistin í lindinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×