Sport

Maradona tilbúinn að taka við Argentínu

Maradona er til í slaginn með argentínska landsliðinu ef þess er óskað. Hér má sjá kappann á kjötkveðjuhátíð í heimalandi sínu á dögunum
Maradona er til í slaginn með argentínska landsliðinu ef þess er óskað. Hér má sjá kappann á kjötkveðjuhátíð í heimalandi sínu á dögunum AFP

Knattspyrnugoðið Diego Maradona segist vera tilbúinn að taka við argentínska landsliðinu eftir HM ef illa gengur hjá núverandi þjálfara liðsins Jose Pekerman á mótinu og segir nauðsynlegt að landar sínir læri af mistökunum í Kóreu og Japan fyrir fjórum árum þegar liðið komst ekki upp úr riðli sínum.

"Það er vilji fyrir því hjá knattspyrnusambandinu að ég taki við liðinu einn daginn og ef Pekerman stýrir liðinu til sigurs á HM gæti vel verið að ég tæki við ungmennalandsliðinu. Við verðum samt að muna eftir því hvernig fór á síðasta stórmóti þar sem við fórum heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið spáð góðu gengi og við verðum því að fara öðruvísi að í þetta sinn," sagði Maradona brattur að vanda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×