Sport

Púttin klikkuðu hjá mér

Tiger Woods átti ekki orð yfir því hvað púttin hans gengu illa á móti helgarinnar, en hann hefur ef til vill verið með hugann hjá föður sínum sem er á sjúkrabeði í baráttu við krabbamein
Tiger Woods átti ekki orð yfir því hvað púttin hans gengu illa á móti helgarinnar, en hann hefur ef til vill verið með hugann hjá föður sínum sem er á sjúkrabeði í baráttu við krabbamein NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski kylfingnum Tiger Woods þótti ansi blóðugt að það hefðu verið sérgrein hans púttin sem hefðu orðið honum að falli á nýafstöðnu Masters-mótinu í Bandaríkjunum. Það var landi hans Phil Mickelson sem sigraði á mótinu og klæddist græna jakkanum sem hann einmitt afhenti Woods eftir mótið í fyrra.

"Þetta var rosalega svekkjandi, því ef ég hefði púttað af eðlilegri getu hefði ég veitt Phil mikla keppni á mótinu. Það er hálf einkennilegt að maður eins og ég sem hefur einmitt náð langt á því að pútta vel, skuli standa sig svo skelfilega. Innáhöggin mín gengu frábærlega, en púttin voru í einu orði sagt hræðileg," sagði Woods svekktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×