Innlent

Hundur fann vélsleðamanninn

MYND/Gréta Bergrún Jóhannsdóttir

Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal við Reyðarfjörð fannst á níunda tímanum í kvöld, um það bil tveimur klukkustundum eftir að hann lenti í flóðinu. Farið var með hann á sjúkrahús í flýti en ekki er hægt að greina frá afdrifum hans að svo stöddu.

Maðurinn var á ferð með öðrum vélsleðamanni þegar snjóflóðið féll. 85 björgunarsveitarmenn fóru af stað til að leita að manninum og 80 björgunarsveitarmenn voru að ferðbúast þegar björgunarsveitarmaður með leitarhund fann manninn. Maðurinn var fluttur í skyndi á sjúkrahús en ekki er hægt að greina frá ástandi hans núna.

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Flugmenn mátu stöðuna þannig að TF-SIF myndi ekki nýtast við björgunarstarf þar sem dimmt yrði orðið þegar hún kæmi á vettvang og þyrlan ekki búin nætursjónaauka. Því var óskað eftir þyrlu Varnarliðsins til að fara með TF-SIF. Áhöfn hennar var að búa sig til ferðar þegar fréttist að maðurinn væri fundinn.

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitunum á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Vopnafirði og Höfn á Hornafirði tóku þátt í leitinni.



Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fréttablaðið - Sæmundur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×