Viðskipti erlent

Gullverð ekki hærra í 25 ár

Mynd/AFP

Verð á gulli fór yfir 600 dollara á únsu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og hefur það ekki verið hærra í aldarfjórðung. Ástæðan eru mikil kaup fjárfesta, sem vilja tryggja sig fyrir yfirvofandi verðbólgu og verðhækkunum í framtíðinni.

Hæst fór verð á únsu af gulli í 604 dollara á mörkuðum í New York í gær en endaði í 601,20 dölum. Lokaverðið var 599,20 Bandaríkjadalir í gær.

Verð á gulli hefur hækkað um 16 prósent það sem af er ársins en síðastliðin fjögur ár hefur það hækkað um 100 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×