Viðskipti erlent

Norðmenn finna olíu í Írak

Olíuvinnslustöð í Írak.
Olíuvinnslustöð í Írak. Mynd/AFP

Gengi bréfa í norska olíufyrirtækinu DNO hækkuðu um tæp 11 prósent í kauphöllinni í Ósló í Noregi í gær eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að fyrirtækið hefði fundið olíu í Kúrdahéruðunum í norðurhluta Íraks. Ekki liggur ljóst fyrir um hversu mikið magn er að ræða.

Í tilkynningu DNO til kauphallarinnar í Ósló kemur fram að nú sé unnið að greiningu á gæðum olíunnar. Reynist niðurstöðurnar jákvæðar getur DNO hafið olíuframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2007.

Þá kemur fram í tilkynningunni að DNO ætli að bora á öðru svæði eftir olíu á allt að 2.000 metra dýpi.

Forsvarsmenn DNO héldu blaðamannafund á olíuborunarsvæði fyrirtækisins í N-Írak í gær og voru ráðherrar Íraks viðstaddir, þar á meðal Motasam Akram, olíumálaráðherra landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×