Viðskipti innlent

TM gerir tilboð í norskt tryggingafélag

Tryggingamiðstöðin hf. hefur lagt fram formlegt kauptilboð í norska tryggingafélagið Nemi forsikring ASA (NEMI) að fjárhæð 62,5 norskar krónur á hlut. Kaupverðið er greitt í reiðufé, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Tryggingamiðstöðin hefur þegar aflað sölusamþykkis meira en 2/3 hluthafa í félaginu.

Stjórn NEMI hefur gefið út yfirlýsingu þar sem stjórnin lýsir jákvæðri afstöðu gagnvart tilboðinu. NEMI er skráð í norsku kauphöllinni í Ósló.

Eigendur 68 prósenta hlutafjár í NEMI, þar með talið 9,7 prósent hlutafjár sem þegar er í eigu TM, hafa þegar samþykkt tilboðið.

Haft er eftir Óskari Magnússyni, forstjóra TM, að umtalsverð samþjöppun hafi átt sér stað á íslenskum tryggingamarkaði á undanförnum 20 árum og sé vaxtarmöguleikar á innanlandsmarkaði takmarkaðir.

Tryggingamiðstöðin lýsti því skriflega yfir við stjórn NEMI eftir lokun norsku kauphallarinnar 31. mars síðastliðinn, að félagið hefði í hyggju að gera staðgreiðslutilboð í allt hlutafé NEMI á genginu 62,5 norskar krónur á hvern hlut nafnverðs. TM hefur frá þeim tíma átt í viðræðum við lykilhluthafa og stjórn félagsins um það hvernig standa eigi að tilboðinu.

Tilboð TM er háð því að niðurstaða lagalegrar og fjárhagslegrar áreiðanleikakönnunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×