Viðskipti erlent

Adidas og NBA ná samningum

Mynd/AFP

Samningar hafa náðst á milli þýska íþróttavöruframleiðandans Adidas og bandarísku körfuboltadeildarinnar NBA um notkun Adidas búninga í karla- og kvennadeildum næstu 11 árin.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að samningurinn hafi verið gerður í kjölfar þess að Adidas yfirtók íþróttavöruframleiðandann Reebook á síðasta ári en NBA deildin hefur notað búninga frá Reebook síðustu fimm ár.

Engar upphæðir hafa verið gefnar upp um samninginn.

Gengi bréfa í Adidas hækkuðu um 3 prósent í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi í kjölfar þess að greint var frá samningnum, að því er kemur fram í Vegvísinu. Bréfin hafa hækkað um 35 prósent síðastliðna 12 mánuði og standa nú í 168 evrum á hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×