Ásthildur Helgadóttir situr fyrir svörum 15. apríl 2006 11:00 Ásthildur Helgadóttir Fréttablaðið/Urzula Ein besta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið situr fyrir svörum hjá Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag. Á forsíðu Vísis hefur verið hægt að senda spurningar á Ásthildi sem hún hefur nú svarað og afraksturinn má lesa hér á Vísi og í Fréttablaðinu í dag.Halldór HermannssonFyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík birtist mynd af þér þar sem þú lýstir yfir stuðningi við Stefan Jón Hafstein og sagðist vilja sjá hann sem næsta borgarstjóra. Nokkru síðar gefur þú svo kost á þér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Mín spurning er einfaldlega hvort þú ætlist til þess að sjálfstæðismenn kjósi þig í Kópavogi á meðan þú virðist styðja Samfylkinguna í Reykjavík. Svar: Ég var ekki búin að ákveða að taka þátt í prófkjóri Sjálfstæðismanna þegar ég ákvað að lýsa yfir stuðningi við Stefán Jón, sem er reyndar frændi minn, og var stuðningsyfirlýsing við hann persónulega en ekki Samfylkinguna. Síðan ákvað ég að taka þátt í prófkjórinu og bæjarstjórnarkosningunum með Sjálfstæðismönnum og ég mun vinna af heilum hug í kosningabaráttunni og því sem framundan er hjá Sjálfstæðisflokknum.Guðmundur, Ísafjörður, 25 áraEru peningar að gera útaf við kvennaboltann á íslandi? Fara ekki allar þær bestu í Breiðablik, KR eða Val útaf mestu peningunum sem þar eru? Svar: Ég held nú að það séu ekki miklir peningar í kvennaboltanum á Íslandi. Það er sem betur fer að aukast því að þetta er mikil vinna og það fer mikill tími í æfingar. Það er ekki auðvelt að vinna fulla vinnu með fótboltanum þannig að það er mjög góð þróun að stelpur séu að fá meira borgað en áður svo að þær geti lagt metnað í æfingar. Leikmenn fara í lið þar sem aðstæður eru bestar og þar sem mestar líkur eru á að þær geti bætt sig. Hraði og gæði á æfingum skipta miklu máli. Félögin á Íslandi verða einfaldlega að leggja meiri metnað í að skapa þetta umhverfi fyrir leikmennina.Hafsteinn, Reykjavík,15 áraVarstu atvinnumaður þegar þú spilaðir fyrir Malmö? Svar: Ég var í mastersnámi þannig að ég var eiginlega námsmaður. En það má eiginlega segja að fótboltinn hafi haft forgang og ég hagaði náminu svo eftir því. En þetta hefur líklega kallast hálfatvinnumennska þar sem komið er á móts við leikmennina til að gera þeim kleift að æfa allt upp í átta sinnum í viku.Jón Arnar Óskarsson, Reykjavík, 25 áraHvaða knattspyrnumaður finnst þér vera myndarlegastur? Svar: Þeir eru margir myndarlegir, en Beckham, Schevchenko og Nesta koma fyrstir upp í hugann.Laufey Ólafsdóttir, Reykjavík, 25 áraHvernig er svo að vera fyrirliði hjá íslenska landsliðinu og vera ekki einu sinni varafyrirliði hjá Breiðabliki? Svar: Haha, góð spurning Laufey! En það er þjálfarinn sem ræður því og þetta er ekkert sem hefur mikil áhrif á mig.Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 áraEr ríkisstjórnin að standa sig? Svar: Ég er á fullu að koma mér inn í málin á Íslandi, ég hef ekki verið inni í öllu þar sem ég hef búið í Svíþjóð í tvö og hálft ár. En eftir því sem ég best veit er hún að standa sig ágætlega, auðvitað eru alltaf einhverjar ákvarðanir vafasamar.Karl, Reykjavik, 25 áraStefnirðu aftur ut i atvinnumennskuna? Svar: Ég ákveð bara eitt ár í einu, síðan verð ég að sjá hvernig hnéð á mér verður eftir tímabilið og ég tek ákvörðun eftir því og hvort ég hafi enn þá gaman af því að spila fótbolta.Örvar Steingrímsson, Kópavogur, 27 áraHver er huggulegasti karlmaðurinn á Línuhönnun, vinnustaðnum þínum? Svar: Mér hefur nú alltaf þótt Örvar Steingrímsson frekar huggulegur. Arnar þór Halldórsson, Eyrarbakki, 11 áraHvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir í fótbolta? Svar: Ég var 11 ára eins og þú ert núna.Arnar þór Halldórsson, Eyrarbakki, 11 áraMeð Hvaða liði helduru í enska boltanum? Svar: Manchester United, engin spurning!Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 áraHvað tekurðu í bekkpressu? Svar: Haha, ég er nú ekki sú sterkasta í bekkpressu, en ætli ég taki ekki um 50 kg.Jon Ragnar Jonsson, Reykjavík, 38 áraHún Kitta bað mig að spyrja. Hvort eru meiri KRingur eða Bliki? Svar: Ég er meiri Bliki, ég byrjaði þar og þar eru mínar rætur. En ég hef líka sterkar tilfinningar til KR þar sem ég átti mörg mjög góð ár.Stefán Arnar Harðarson, Reykjavík, 10 áraHver finnst þér vera besta knattspyrnukona heims? Svar: Ég kaus Mörtu besta í fyrra, hún spilar með Umeå í Svíþjóð og ég hef séð mikið til hennar. Mér finnst Renate Lingor og Birgit Prinz frá Þýskalandi líka mjög góðar.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvað færðu þér á pylsuna þína? Svar: Ég fæ mér pylsu með öllu.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHver er besta íslenska knattspyrnukonan? Svar: ÉgÞorsteinn Þormóðsson, Grenivík, 38 áraHvernig gengur að samræma verkfræðingsstarfið með fótboltanum? Svar: Það hefur gengið ágætlega, það er oft mikil vinna en það hefst sérstaklega af því að Línuhönnun sýnir mér mjög mikinn skilning og eru mjög liðlegir við mig.Arnar Þór Halldórsson, Eyrarbakka, 11 áraHver er besti þjálfarinn sem þú hefur haft? Svar: Þetta er erfið spurning, ég hef verið svo heppin að hafa marga góða þjálfara. Vanda Sigurgeirsdóttir kenndi mér mjög margt og ég var mjög heppin að hún þjálfaði mig þegar ég var ung og enn þá að mótast sem sem knattspyrnumaður. Hún þjálfaði mig fyrst í 3.flokki þar sem tækniæfingar eru mjög mikilvægar. Hún þjálfaði mig líka í meistaraflokki og er mjög góð í leikskipulagi. Logi Ólafsson var mjög góður þegar hann var með landsliðið '93 og '94. Jörundur Áki hefur líka verið mjög góður með landsliðið. Núverandi þjálfari Malmö FF, Jörgen Petersson, er mjög fær þjálfari og hefur kennt mér mjög marga nýja hluti.Hilmar Ægir Þórðarson, Hafnarfjörður, 28 áraHvað þyrfti stóra upphæð til að fá þig yfir í FH? Svar: Ég spila fótbolta af því að mér finnst það gaman, hefði líklega snúið mér að einhverju öðru fyrir löngu ef ég væri að þessu peninganna vegna!Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 áraHvað færðu þér í morgunmat? Svar: Það er svolítið misjafnt, fyrir leiki fæ ég mér yfirleitt hafragraut, brauð og eplasafa.Júlíus Sigurjónsson, Reykjavík, 36 áraErtu með einhverja hjátrú? Til dæmis að þvo ekki sokkana eftir sigurleik eða eitthvað í þeim dúr? Svar: Ég hringi í ömmu Áslu fyrir hvern einasta leik og fæ gusu. Síðan reyni ég að hafa sömu rútínu fyrir leiki og undirbúa mig eins fyrir hvern einasta leik. Ég verð líka að fá banana fyrir hvern einasta leik.Pétur Halldórsson, Kópavogur, 39 áraHvað finnst þér um útboð á íþróttakennslu í menntaskólanum í Kópavogi?Regluleg íþróttakennsla LÖGÐ NIÐUR, starfandi íþróttakennurum ýmist sagt upp eða fundin önnur verkefni. Krakkarnir án eftirlits í "ræktinni". Hvað með skólanámskrá? Svar: Líkamsrækt er mjög mikilvæg og mér finnst mikilvægt að menntaskólakrökkum sé gerð grein fyrir því. Það er ekki góð þróun að íþróttakennsla sé lögð niður. Krakkar þurfa leiðsögn og hvatningu til að stunda líkamsrækt þannig að það er ekki gott mál að þeir séu sendir án eftirlits í ræktina. Ég er á þeirri skoðun að finna þurfi leiðir til að samræma nám og íþróttaiðkun, bæði þannig að íþróttaáhuginn aukist og til að krökkum, sem þegar æfa íþróttir, sé auðveldað að stunda sína íþrótt. Þetta er málefni sem ég tel mikilvægt og hef mikinn áhuga á að vinna að í bæjarmálunum.Fríða, Reykjavík, 28 áraFinnst þér staða kynjanna jöfn á Íslandi? Ef nei, hvar finnst þér ójafnréttið þá helst koma fram í samfélaginu? Svar: Mér finnst staða kynjanna ekki jöfn á Íslandi en þetta tekur langan tíma að breytast og þetta er allt í rétta átt svo sem. Lauamismunur kynjanna er atriði sem ég tek eftir og það verður að breytast. Ég tel að hugarfarsbreyting í samfélagi verði að eiga sér stað til þess að þessir hlutir batni. Ég tel einnig að konur verði að vera kröfuharðari og hafa meira sjálfstraust. Síðan tökum við stelpurnar eftir ákveðnu misrétti í fótboltanum en það hefur einnig batnað en þó ekki nógu mikið miðað við þann árangur sem landsliðið hefur verið að ná á undanförnum árum.Katrín ViktoríaHver finnst þér vera aðalmunurinn á íslenska boltanum og háskólaboltanum í USA? Þegar þúi lítur tilbaka hvað finnst þér standa uppúr frá því að dvelja í USA? Svar: Mér finnst hákólaboltinn í USA harðari og kraftmeiri en fótboltinn á Íslandi þar sem leikmenn eru almennt í betra líkamlegu ástandi, alla vega í bestu liðunum. Í USA er mikið lagt upp úr krafti og hraða en leikskilninginn vantar. Leikmenn á Íslandi eru almennt með betri leikskilning en það er kannski vegna þess að hefð fyrir fótbolta er ekki svo löng í USA. Það sem stendur upp úr frá því að ég var í USA er þegar ég var valin í úrvalsliðið, All-American, þar sem ég var talin á meðal 11 bestu í deildinni, það var mjög mikill heiður.Sigmundur Ámundason, Akranes, 50 áraHvað finnst þér um að kvennalið ÍA og ÍBV verða ekki með í sumar? Ertu ekki hrædd um að þessi þróun haldi áfram og fleiri lið hætti þátttöku í framtíðinni? Svar: Mér finnst mjög slæmt að ÍA og ÍBV verði ekki með í sumar. Akranes og Vestmannaeyjar eru báðir sterkir fótboltabæir og mjög lélegt að það sé ekki metnaður til að hafa kvennalið í bænum, sérstaklega miðað við þróun kvennaboltans í heiminum. Jú, auðvitað hræðir þessi þróun mig en ég er að vona að þetta veki knattspyrnuhreyfinguna til umhugsunar. Það þarf að kynna kvennaknattspyrnu betur og fá fleiri stelpur til að fá áhuga og metnað fyrir að stunda knattspyrnu.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraÞegar að þú varst lítil, hvað ætlaðiru að verða? Svar: Þegar ég var pínulítil var það alltaf að breytast hvað ég ætlaði að verða, en ég var alltaf ákveðin að fara í háskólanám. Ég ákvað þegar ég var 18 ára að verða verkfræðingur og sé ekki eftir því. Síðan átti ég auðvitað þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta.Elín Bj., Hvolsvöllur, 12 áraHver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Svar: Ætli það sé ekki Platini.Halla María Helgadóttir, Kópavogi, 35 áraHvaða næturkrem notarðu? Svar: Ég nota ekki næturkrem, þetta er bara náttúrulegt Sindri Kristjánsson, Akureyri, 22 áraÞú hefur verið nokkuð óheppin með meiðsli á frábærum ferli og lent í þeim nokkrum alvarlegum. Hver er lykillinn að því að koma alltaf svona sterk til baka? Svar: Lykillinn í stuttu máli er þolinmæði og metnaður til að ná sér. Það skiptir miklu máli að hlusta á lækna og sjúkraþjálfara og fara eftir því sem þeir segja, gera æfingar samviskusamlega og missa aldrei trúna á sjálfum sér.Össur.P.Valdimarsson, Keflavík, 46 áraErtu að leggja fótboltaskóna á hilluna ef þú kemst í bæjarstjórn? Svar: Nei, það er nú ekki stefnan, ég ætla að spila þetta árið og sjá svo til. Ég tel að það muni ganga vel að sameina fótboltann og bæjarmálin með því að skipuleggja tímann vel.Ívar Kjartansson, Reykjavík, 31 ársÁttu uppáhaldsökumann eða lið í formúlunni? Svar: Ég hef því miður aldrei sett mig almennilega inn í formúluna, en ég get ekki annað en dáðst af Schumacher.Sigmundur Kristjánsson, Reykjavík, 22 áraHver er besta knattspyrnukonan sem þú hefur spilað á móti, hér heima og erlendis? Svar: Hér heima er það Þóra systir mín, hún er besti markmaður sem ég hef spilað á móti. Erlendis hef ég spilað á móti mörgum góðum, Hanna Marklund í sænska landsliðinu er mjög góð, síðan hefur mér alltaf fundist erfitt að mæta þýska landsliðinu.Vilmundur Þór, Grindavík, 17 áraHver er lykillinn að góðri velgengni þinni í boltanum? Svar: Fótboltinn hefur alltaf haft forgang hjá mér og ég hef alltaf haft mikinn metnað til að ná langt. Ég hef stundað æfingarnar vel og haft það að markmiði að ná sem mestu út úr hverri einustu æfingu. Það skiptir líka miklu máli að hafa trú á sjálfum sér og vilja til að verða betri.Einar Björgvin Davíðsson, 107 Rvk, 25 áraHvað er uppáhalds bjórinn þinn? Svar: Ætli það sé ekki tékkneski Budweiser, hann er mjög góður.Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, Neskaupstaður, 11 áraHvað æfir þú oft í viku og hvað eru æfingarnar langar? Svar: Það er svolítið misjafnt hvað ég æfi oft í viku, mest er átta sinnum í viku á undirbúningstímabilinu og þá eru æfingarnar um einn og hálfur tími. Nú þegar leikirnir eru fleiri þá eru yfirleitt fjórar til fimm æfingar og einn leikur.Ásgeir Arnar Ásmundsson, Hveragerði, 26 áraErtu mikið fyrir laxveiði? Svar: Nei, ég hef aldrei farið í laxveiði en gæti alveg hugsað mér að byrja á því þegar ég hef tíma til þess. Ég veiddi oft þegar ég var lítil og finnst það mjög gaman.Sigurjón Jónsson, Kópavogur, 22 áraVerður þú númer 6 hjá Blikunum í sumar? Hver er nú steiktust í Blikaliðinu? Svar: Já, ég verð númer 6 í sumar. Ég veit nú ekki hver er steiktust, ætli það sé ekki bara ég! Elín Anna er reyndar svolítið steikt, þannig að þetta er hörð keppni Arnar, Akranesi, 22 áraHver er stærsta stundin í lífi þínu til þessa ? Knattspyrnulega eða annað? Svar: Vá, ég veit það ekki, ég verð að fara eignast börn til að eiga svar við þessari spurningu. Knattspyrnulega, hef ég upplifað margar frábærar stundir, það hefur verið frábært að vera með í landsliðinu. Það er svolítið erfitt að nefna eitthvað eitt en ég var mjög ánægð með allt síðasta ár með Malmö FF, ég var mjög ánægð að koma til baka eftir að ég sleit krossbandið í hnénu. Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Ein besta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið situr fyrir svörum hjá Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag. Á forsíðu Vísis hefur verið hægt að senda spurningar á Ásthildi sem hún hefur nú svarað og afraksturinn má lesa hér á Vísi og í Fréttablaðinu í dag.Halldór HermannssonFyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík birtist mynd af þér þar sem þú lýstir yfir stuðningi við Stefan Jón Hafstein og sagðist vilja sjá hann sem næsta borgarstjóra. Nokkru síðar gefur þú svo kost á þér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Mín spurning er einfaldlega hvort þú ætlist til þess að sjálfstæðismenn kjósi þig í Kópavogi á meðan þú virðist styðja Samfylkinguna í Reykjavík. Svar: Ég var ekki búin að ákveða að taka þátt í prófkjóri Sjálfstæðismanna þegar ég ákvað að lýsa yfir stuðningi við Stefán Jón, sem er reyndar frændi minn, og var stuðningsyfirlýsing við hann persónulega en ekki Samfylkinguna. Síðan ákvað ég að taka þátt í prófkjórinu og bæjarstjórnarkosningunum með Sjálfstæðismönnum og ég mun vinna af heilum hug í kosningabaráttunni og því sem framundan er hjá Sjálfstæðisflokknum.Guðmundur, Ísafjörður, 25 áraEru peningar að gera útaf við kvennaboltann á íslandi? Fara ekki allar þær bestu í Breiðablik, KR eða Val útaf mestu peningunum sem þar eru? Svar: Ég held nú að það séu ekki miklir peningar í kvennaboltanum á Íslandi. Það er sem betur fer að aukast því að þetta er mikil vinna og það fer mikill tími í æfingar. Það er ekki auðvelt að vinna fulla vinnu með fótboltanum þannig að það er mjög góð þróun að stelpur séu að fá meira borgað en áður svo að þær geti lagt metnað í æfingar. Leikmenn fara í lið þar sem aðstæður eru bestar og þar sem mestar líkur eru á að þær geti bætt sig. Hraði og gæði á æfingum skipta miklu máli. Félögin á Íslandi verða einfaldlega að leggja meiri metnað í að skapa þetta umhverfi fyrir leikmennina.Hafsteinn, Reykjavík,15 áraVarstu atvinnumaður þegar þú spilaðir fyrir Malmö? Svar: Ég var í mastersnámi þannig að ég var eiginlega námsmaður. En það má eiginlega segja að fótboltinn hafi haft forgang og ég hagaði náminu svo eftir því. En þetta hefur líklega kallast hálfatvinnumennska þar sem komið er á móts við leikmennina til að gera þeim kleift að æfa allt upp í átta sinnum í viku.Jón Arnar Óskarsson, Reykjavík, 25 áraHvaða knattspyrnumaður finnst þér vera myndarlegastur? Svar: Þeir eru margir myndarlegir, en Beckham, Schevchenko og Nesta koma fyrstir upp í hugann.Laufey Ólafsdóttir, Reykjavík, 25 áraHvernig er svo að vera fyrirliði hjá íslenska landsliðinu og vera ekki einu sinni varafyrirliði hjá Breiðabliki? Svar: Haha, góð spurning Laufey! En það er þjálfarinn sem ræður því og þetta er ekkert sem hefur mikil áhrif á mig.Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 áraEr ríkisstjórnin að standa sig? Svar: Ég er á fullu að koma mér inn í málin á Íslandi, ég hef ekki verið inni í öllu þar sem ég hef búið í Svíþjóð í tvö og hálft ár. En eftir því sem ég best veit er hún að standa sig ágætlega, auðvitað eru alltaf einhverjar ákvarðanir vafasamar.Karl, Reykjavik, 25 áraStefnirðu aftur ut i atvinnumennskuna? Svar: Ég ákveð bara eitt ár í einu, síðan verð ég að sjá hvernig hnéð á mér verður eftir tímabilið og ég tek ákvörðun eftir því og hvort ég hafi enn þá gaman af því að spila fótbolta.Örvar Steingrímsson, Kópavogur, 27 áraHver er huggulegasti karlmaðurinn á Línuhönnun, vinnustaðnum þínum? Svar: Mér hefur nú alltaf þótt Örvar Steingrímsson frekar huggulegur. Arnar þór Halldórsson, Eyrarbakki, 11 áraHvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir í fótbolta? Svar: Ég var 11 ára eins og þú ert núna.Arnar þór Halldórsson, Eyrarbakki, 11 áraMeð Hvaða liði helduru í enska boltanum? Svar: Manchester United, engin spurning!Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 áraHvað tekurðu í bekkpressu? Svar: Haha, ég er nú ekki sú sterkasta í bekkpressu, en ætli ég taki ekki um 50 kg.Jon Ragnar Jonsson, Reykjavík, 38 áraHún Kitta bað mig að spyrja. Hvort eru meiri KRingur eða Bliki? Svar: Ég er meiri Bliki, ég byrjaði þar og þar eru mínar rætur. En ég hef líka sterkar tilfinningar til KR þar sem ég átti mörg mjög góð ár.Stefán Arnar Harðarson, Reykjavík, 10 áraHver finnst þér vera besta knattspyrnukona heims? Svar: Ég kaus Mörtu besta í fyrra, hún spilar með Umeå í Svíþjóð og ég hef séð mikið til hennar. Mér finnst Renate Lingor og Birgit Prinz frá Þýskalandi líka mjög góðar.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHvað færðu þér á pylsuna þína? Svar: Ég fæ mér pylsu með öllu.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraHver er besta íslenska knattspyrnukonan? Svar: ÉgÞorsteinn Þormóðsson, Grenivík, 38 áraHvernig gengur að samræma verkfræðingsstarfið með fótboltanum? Svar: Það hefur gengið ágætlega, það er oft mikil vinna en það hefst sérstaklega af því að Línuhönnun sýnir mér mjög mikinn skilning og eru mjög liðlegir við mig.Arnar Þór Halldórsson, Eyrarbakka, 11 áraHver er besti þjálfarinn sem þú hefur haft? Svar: Þetta er erfið spurning, ég hef verið svo heppin að hafa marga góða þjálfara. Vanda Sigurgeirsdóttir kenndi mér mjög margt og ég var mjög heppin að hún þjálfaði mig þegar ég var ung og enn þá að mótast sem sem knattspyrnumaður. Hún þjálfaði mig fyrst í 3.flokki þar sem tækniæfingar eru mjög mikilvægar. Hún þjálfaði mig líka í meistaraflokki og er mjög góð í leikskipulagi. Logi Ólafsson var mjög góður þegar hann var með landsliðið '93 og '94. Jörundur Áki hefur líka verið mjög góður með landsliðið. Núverandi þjálfari Malmö FF, Jörgen Petersson, er mjög fær þjálfari og hefur kennt mér mjög marga nýja hluti.Hilmar Ægir Þórðarson, Hafnarfjörður, 28 áraHvað þyrfti stóra upphæð til að fá þig yfir í FH? Svar: Ég spila fótbolta af því að mér finnst það gaman, hefði líklega snúið mér að einhverju öðru fyrir löngu ef ég væri að þessu peninganna vegna!Guðmundur E Gíslason, Keflavík, 17 áraHvað færðu þér í morgunmat? Svar: Það er svolítið misjafnt, fyrir leiki fæ ég mér yfirleitt hafragraut, brauð og eplasafa.Júlíus Sigurjónsson, Reykjavík, 36 áraErtu með einhverja hjátrú? Til dæmis að þvo ekki sokkana eftir sigurleik eða eitthvað í þeim dúr? Svar: Ég hringi í ömmu Áslu fyrir hvern einasta leik og fæ gusu. Síðan reyni ég að hafa sömu rútínu fyrir leiki og undirbúa mig eins fyrir hvern einasta leik. Ég verð líka að fá banana fyrir hvern einasta leik.Pétur Halldórsson, Kópavogur, 39 áraHvað finnst þér um útboð á íþróttakennslu í menntaskólanum í Kópavogi?Regluleg íþróttakennsla LÖGÐ NIÐUR, starfandi íþróttakennurum ýmist sagt upp eða fundin önnur verkefni. Krakkarnir án eftirlits í "ræktinni". Hvað með skólanámskrá? Svar: Líkamsrækt er mjög mikilvæg og mér finnst mikilvægt að menntaskólakrökkum sé gerð grein fyrir því. Það er ekki góð þróun að íþróttakennsla sé lögð niður. Krakkar þurfa leiðsögn og hvatningu til að stunda líkamsrækt þannig að það er ekki gott mál að þeir séu sendir án eftirlits í ræktina. Ég er á þeirri skoðun að finna þurfi leiðir til að samræma nám og íþróttaiðkun, bæði þannig að íþróttaáhuginn aukist og til að krökkum, sem þegar æfa íþróttir, sé auðveldað að stunda sína íþrótt. Þetta er málefni sem ég tel mikilvægt og hef mikinn áhuga á að vinna að í bæjarmálunum.Fríða, Reykjavík, 28 áraFinnst þér staða kynjanna jöfn á Íslandi? Ef nei, hvar finnst þér ójafnréttið þá helst koma fram í samfélaginu? Svar: Mér finnst staða kynjanna ekki jöfn á Íslandi en þetta tekur langan tíma að breytast og þetta er allt í rétta átt svo sem. Lauamismunur kynjanna er atriði sem ég tek eftir og það verður að breytast. Ég tel að hugarfarsbreyting í samfélagi verði að eiga sér stað til þess að þessir hlutir batni. Ég tel einnig að konur verði að vera kröfuharðari og hafa meira sjálfstraust. Síðan tökum við stelpurnar eftir ákveðnu misrétti í fótboltanum en það hefur einnig batnað en þó ekki nógu mikið miðað við þann árangur sem landsliðið hefur verið að ná á undanförnum árum.Katrín ViktoríaHver finnst þér vera aðalmunurinn á íslenska boltanum og háskólaboltanum í USA? Þegar þúi lítur tilbaka hvað finnst þér standa uppúr frá því að dvelja í USA? Svar: Mér finnst hákólaboltinn í USA harðari og kraftmeiri en fótboltinn á Íslandi þar sem leikmenn eru almennt í betra líkamlegu ástandi, alla vega í bestu liðunum. Í USA er mikið lagt upp úr krafti og hraða en leikskilninginn vantar. Leikmenn á Íslandi eru almennt með betri leikskilning en það er kannski vegna þess að hefð fyrir fótbolta er ekki svo löng í USA. Það sem stendur upp úr frá því að ég var í USA er þegar ég var valin í úrvalsliðið, All-American, þar sem ég var talin á meðal 11 bestu í deildinni, það var mjög mikill heiður.Sigmundur Ámundason, Akranes, 50 áraHvað finnst þér um að kvennalið ÍA og ÍBV verða ekki með í sumar? Ertu ekki hrædd um að þessi þróun haldi áfram og fleiri lið hætti þátttöku í framtíðinni? Svar: Mér finnst mjög slæmt að ÍA og ÍBV verði ekki með í sumar. Akranes og Vestmannaeyjar eru báðir sterkir fótboltabæir og mjög lélegt að það sé ekki metnaður til að hafa kvennalið í bænum, sérstaklega miðað við þróun kvennaboltans í heiminum. Jú, auðvitað hræðir þessi þróun mig en ég er að vona að þetta veki knattspyrnuhreyfinguna til umhugsunar. Það þarf að kynna kvennaknattspyrnu betur og fá fleiri stelpur til að fá áhuga og metnað fyrir að stunda knattspyrnu.Emil Alfreð Emilsson, Hafnarfjörður, 16 áraÞegar að þú varst lítil, hvað ætlaðiru að verða? Svar: Þegar ég var pínulítil var það alltaf að breytast hvað ég ætlaði að verða, en ég var alltaf ákveðin að fara í háskólanám. Ég ákvað þegar ég var 18 ára að verða verkfræðingur og sé ekki eftir því. Síðan átti ég auðvitað þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta.Elín Bj., Hvolsvöllur, 12 áraHver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Svar: Ætli það sé ekki Platini.Halla María Helgadóttir, Kópavogi, 35 áraHvaða næturkrem notarðu? Svar: Ég nota ekki næturkrem, þetta er bara náttúrulegt Sindri Kristjánsson, Akureyri, 22 áraÞú hefur verið nokkuð óheppin með meiðsli á frábærum ferli og lent í þeim nokkrum alvarlegum. Hver er lykillinn að því að koma alltaf svona sterk til baka? Svar: Lykillinn í stuttu máli er þolinmæði og metnaður til að ná sér. Það skiptir miklu máli að hlusta á lækna og sjúkraþjálfara og fara eftir því sem þeir segja, gera æfingar samviskusamlega og missa aldrei trúna á sjálfum sér.Össur.P.Valdimarsson, Keflavík, 46 áraErtu að leggja fótboltaskóna á hilluna ef þú kemst í bæjarstjórn? Svar: Nei, það er nú ekki stefnan, ég ætla að spila þetta árið og sjá svo til. Ég tel að það muni ganga vel að sameina fótboltann og bæjarmálin með því að skipuleggja tímann vel.Ívar Kjartansson, Reykjavík, 31 ársÁttu uppáhaldsökumann eða lið í formúlunni? Svar: Ég hef því miður aldrei sett mig almennilega inn í formúluna, en ég get ekki annað en dáðst af Schumacher.Sigmundur Kristjánsson, Reykjavík, 22 áraHver er besta knattspyrnukonan sem þú hefur spilað á móti, hér heima og erlendis? Svar: Hér heima er það Þóra systir mín, hún er besti markmaður sem ég hef spilað á móti. Erlendis hef ég spilað á móti mörgum góðum, Hanna Marklund í sænska landsliðinu er mjög góð, síðan hefur mér alltaf fundist erfitt að mæta þýska landsliðinu.Vilmundur Þór, Grindavík, 17 áraHver er lykillinn að góðri velgengni þinni í boltanum? Svar: Fótboltinn hefur alltaf haft forgang hjá mér og ég hef alltaf haft mikinn metnað til að ná langt. Ég hef stundað æfingarnar vel og haft það að markmiði að ná sem mestu út úr hverri einustu æfingu. Það skiptir líka miklu máli að hafa trú á sjálfum sér og vilja til að verða betri.Einar Björgvin Davíðsson, 107 Rvk, 25 áraHvað er uppáhalds bjórinn þinn? Svar: Ætli það sé ekki tékkneski Budweiser, hann er mjög góður.Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, Neskaupstaður, 11 áraHvað æfir þú oft í viku og hvað eru æfingarnar langar? Svar: Það er svolítið misjafnt hvað ég æfi oft í viku, mest er átta sinnum í viku á undirbúningstímabilinu og þá eru æfingarnar um einn og hálfur tími. Nú þegar leikirnir eru fleiri þá eru yfirleitt fjórar til fimm æfingar og einn leikur.Ásgeir Arnar Ásmundsson, Hveragerði, 26 áraErtu mikið fyrir laxveiði? Svar: Nei, ég hef aldrei farið í laxveiði en gæti alveg hugsað mér að byrja á því þegar ég hef tíma til þess. Ég veiddi oft þegar ég var lítil og finnst það mjög gaman.Sigurjón Jónsson, Kópavogur, 22 áraVerður þú númer 6 hjá Blikunum í sumar? Hver er nú steiktust í Blikaliðinu? Svar: Já, ég verð númer 6 í sumar. Ég veit nú ekki hver er steiktust, ætli það sé ekki bara ég! Elín Anna er reyndar svolítið steikt, þannig að þetta er hörð keppni Arnar, Akranesi, 22 áraHver er stærsta stundin í lífi þínu til þessa ? Knattspyrnulega eða annað? Svar: Vá, ég veit það ekki, ég verð að fara eignast börn til að eiga svar við þessari spurningu. Knattspyrnulega, hef ég upplifað margar frábærar stundir, það hefur verið frábært að vera með í landsliðinu. Það er svolítið erfitt að nefna eitthvað eitt en ég var mjög ánægð með allt síðasta ár með Malmö FF, ég var mjög ánægð að koma til baka eftir að ég sleit krossbandið í hnénu.
Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira