Viðskipti erlent

Hagnaður Pepsi minnkar á milli ára

Mynd/AFP

Bandaríska gosdrykkjafyrirtækið Pepsi Bottling Group Inc. skilaði 34 milljóna dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 5 milljónum minna en á sama tíma á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 14 sent eftir að greint var frá afkomu fyrirtækisins.

Tekjur fyrirtækisins á sama ársfjórðungnum námu 2,37 milljörðum Bandaríkjadala, sem er 220 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra.

Afkoman er umfram væntingum fjármálasérfræðinga sem höfðu spáð hagnaði upp á 11 sent á hlut. Hann nam hins vegar 14 sentum á hlut. Gengi hlutabréfa í Pepsi hækkaði um 14 sent eftir að greint var frá afkomu fyrirtækisins og stendur það nú í 31,65 dollurum á hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×