Innlent

Vill fjölga nýnemum í hjúkrun um fjörutíu á ári

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði um fjörutíu á ári en til þess þurfi aukna fjárveitingu.

Menntamálaráðherra segir fund ráðgerðan með heilbrigðisráðherra til að finna lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum.

Erna Kolbrún Svavarsdóttir deildarforstjóri hjúkrfræðideidlar við Hákskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfæði á ári hverju úr áttatíu í 120 en til þess þurfi auknar fjárveitingar. Á Landspítalann vantar í dag um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga og segir Erna Kolbrún ljóst að vöntunin sé víðar.

Um síðustu jól var þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði fjölgað úr 75 í áttatíu. Hátt hlutfall þeirra sem hefja nám í faginu útskrifast en einhver hluti kýs þó að starfa ekki við hjúkrun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir mikilvægt að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga aðlaðandi og það sama gildi um launin. Hún segir menntamálaráðuneytið og heilbrigisráðuneytið ætla að vinna saman að lausn málsins. Málið var rætt í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag þar sem heilbrigisráðherra sagði nauðsynlegt að kanna leiðir til fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×