Innlent

Minni eftirspurn áhrifaríkasta leiðin

Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar telur minnkandi eftirspurn eftir fíkniefnum í fangelsum bestu leiðina til að minnka flæði þeirra inn í fangelsin.

Hann segir aldrei hægt að útrýma fíkniefnum úr fangelsum, þar séu menn sem hafa sérhæft sig í smygli.

Forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir fangelsið ekki eins lokað og almenningur haldi. Á síðasta ári voru um fjögur þúsund heimsóknargestir og segir hann fíkniefni koma að mestu inn í fangelsin með þeim og föngum sem koma úr dagsleyfi. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar, segir samvinnu við fanga og minnkandi eftirspurn eftir fíkniefnum helstu lausnina við fíkniefnavandanum í fangelsum landsins. Hann telur þó líka til bóta að efla tækjakost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×