Innlent

Vill fresta skattalækkunum og stóriðju

Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Hann sagði í Silfri Egils í dag að hagstjórnarmistök hefðu verið gerð því stjórnvöld hafi ýtt undir þennslu í hagkerfinu. Nú þurfi að fresta skattalækkunum og stóriðjuáformum, enda sé erfitt fyrir Seðlabankann að vinna á verðbólgu með stýrivöxtunum einum saman. Hann vill að bankinn og stjórnvöld taki höndum saman um slíkt verkefni. Slíku verkefni yrði vel tekið á alþjóðavettvangi, sem skipti Íslendinga máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×