Innlent

Samþykkt að sameinast Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar

Aðalfundur VR samþykkti í gærkvöld að sameinast Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar um næstu áramót að því gefnu að hið síðarnefnda samþykki einnig sameininguna. Þetta er þriðja verslunarmannafélagið á suðvesturhorninu sem hugar að sameiningu við VR, en árið 2003 samþykkt Verslunarmannafélag Akraness sameiningu og þá eru VR og Verslunarmannafélag Vestmannaeyja með samstarfssamning sem enda á með sameiningu 2008. Á fundinum í gær var einnig samþykkt að breyta félagsins úr Verzlunarmannafélag Reykjavíkur í VR sem stendur fyrir Virðingu og réttlæti. Þá var samþykkt að stofna svokallaðan varasjóð fyrir félagsmenn en þangað renna iðgjöld sem áður fóru í styrki til líkamsræktar og í orlofssjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×