Sport

Henry leikmaður ársins í þriðja sinn

Thierry Henry á sér engan líkan og hefur nú verið kjörinn leikmaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna í þriðja sinn á ferlinum
Thierry Henry á sér engan líkan og hefur nú verið kjörinn leikmaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna í þriðja sinn á ferlinum NordicPhotos/GettyImages

Franski snillingurinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur verið útnefndur leikmaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna á Englandi í þriðja sinn á ferlinum. Enginn leikmaður hefur áður hlotið verðlaunin oftar en tvisvar á ferlinum í 59 ára sögu samtakanna.

Henry hefur verið frábær með liði Arsenal í vetur eftir að hann tók við fyrirliðabandinu og er kominn alla leið í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Hann var sæmdur þessum titli árin 2003 og 2004, en það var Frank Lampard hjá Chelsea sem hlaut hann í fyrra.

John Terry hjá Chelsea varð í öðru sæti í kjörinu, Wayne Rooney hjá Manchester United í þriðja og Steven Gerrard hafnaði í fjórða sætinu. Þeir Sir Stanley Matthews, Kenny Dalglish, John Barnes og Gary Lineker eru einu leikmennirnir sem hafa unnið til verðlaunanna tvisvar á ferlinum - en Henry hefur nú skotið þeim öllum ref fyrir rass.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×