Lífið

Eykur áhorf sitt um tæp 30%

Sirkus TV fór í loftið síðasta sumar og hefur nú verið í loftinu í 10 mánuði. Stöðin leggur áherslu á að miðla afþreyingarefni til ungs fólks og gefur sig út fyrir að vera ung, fersk og tilbúin til þess að prófa nýjungar.  Á þeim stutta tíma sem stöðin hefur verið í loftinu hefur hún framleitt fjöldan allan af íslenskum sjónvarpsþáttum og kynnt ýmsar nýjungar eins og Videobloggstjörnu Íslands sem slegið hefur í gegn.

Þann 15 apríl síðastliðinn fór Sirkus TV inn á Breiðbandið og ADSL kerfi Símans. Könnunin sem Gallup kynnti í dag var gerð áður en dreifisvæði Sirkus TV stækkaði til muna og því má fullyrða að könnunin nú sýni mun minna áhorf heldur raunin er í dag.

Ásamt því að vera óhræddir við að prófa nýjungar í íslenskri dagskrárgerð státar stöðin af nokkrum af vinsælustu sjónvarpsþáttum heims eins og American Idol, My Name is Earl og Supernatural. 

Sirkus fjölskyldan þakkar frábærar viðtökur!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×