Innlent

Gjá milli ASÍ og verkalýðsfélaga

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands harðlega í pistli á heimasíðu verkalýðsfélagsins.

Hann fjallar þar um samþykkt laga um afnám takmarkana við för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum hingað til lands. Vilhjálmur segir að svo virðist sem gríðarlegur áhugi forystumanna ASÍ á inngöngu í Evrópusambandið valdi því að þeir styðji frumvarpið. Þarna hafi orðið gjá milli ASÍ og þeirra fjölmörgu verkalýðsfélaga sem andmæltu frumvarpinu. Vilhjálmur óttast að markaðslaun lækki vegna gildistöku laganna þar sem fleiri erlendir verkamenn komi til starfa á lágmarkstöxtum en áður hefur verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×