Sport

Sat á klósettinu þegar félagar hans tóku við verðlaunum

Barthez svaraði kalli náttúrunnar um helgina og missti af verðlaunaafhendingunni eftir úrslitaleikinn í franska bikarnum
Barthez svaraði kalli náttúrunnar um helgina og missti af verðlaunaafhendingunni eftir úrslitaleikinn í franska bikarnum NordicPhotos/GettyImages

Hinn litríki markvörður Fabien Barthez hjá Marseille í Frakklandi komst enn og aftur í fyrirsagnirnar um helgina þegar lið hans tapaði úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir Paris St Germain. Barthes missti af verðlaunaafhendingunni eftir leikinn og gaf þá útskýringu að hann hefði þurft að sinna kalli náttúrunnar.

Einhverjir höfðu leitt líkum að því að Barthez hefði með háttalagi sínu verið að gefa forráðamönnum deildarinnar og knattspyrnusambandsins langt nef, en fyrrum Manchester United-markvörðurinn vísaði því alfarið á bug.

"Mér varð skyndilega mikið mál að fara á klósettið eftir leikinn og það bara mátti ekki bíða," sagði hann á heimasíðu Marseille. Þegar ég sneri til baka hitti ég svo tvo af stjórnarmönnum félagsins og talaði stuttlega við þá en þegar ég svo fór aftur inn á völlinn mætti ég félögum mínum í liðinu. Þá var verðlaunaafhendingin bara búin - mér datt ekki í hug að hún yrði svona stutt. Ég vil bara taka það fram að ég hef ekkert upp á deildina eða knattspyrnusambandið að klaga," sagði Barthez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×