Innlent

Sjálfstæðismenn í Kópavogi og Garðabæ kynna stefnumál

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Garðabæ kynntu í dag stefnuskrár sínar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Sjálfstæðismenn í Garðabæ ætla meðal annars að fella niður fasteignaskatta hjá bæjarbúum eldri en sjötugt og koma á laggirnar smábarnaleikskóla fyrir börn yngri en tveggja ára.

Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla hins vegar að koma á fót vöggustofu fyrir 9 til 20 mánaða börn og hafa það að markmiði að ódýrast verði fyrir barnafjölskyldur að búa í Kópavogi. Þeir stefna einnig að lækkun fasteignagjalda og átaki til að koma í veg fyrir félagslega einangrun eldri borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×