Sport

Hammarby missti toppsætið í Svíþjóð

Sex Íslendingar komu við sögu þegar 7. umferð hófst í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn og Pétur Marteinsson síðari hálfleikinn með Hammarby sem missti toppsætið með stórtapi fyrir Kalmar, 4-1.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Halmstad sem vann Örgryte 1-0 en honum var skipt út af á 62. mínútu. Jóhann B. Guðmundsson var í byrjunarliði GAIS Gautaborg, sem gerði 1-1 jafntefli við Djurgården en honum var skipt af velli þegar 8 mínútur voru til leiksloka. Kári Árnason kom inn á af varamannabekk Djurgården á 67. mínútu. Þá var Helgi Valur Daníelsson í byrjunarliði Öster, sem tapaði fyrir Gefle 1-0 en honum var síðan skipt út af á 80. mínútu.

Elfsborg er efst í deildinni með 14 stig, jafnmörg og Hammarby sem hrasaði niður í 2. sætið á óhagstæðari markatölu þar sem tap liðsins var með þremur mörkum. Djurgården er í 3. sæti með 12 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×