Innlent

Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi.

Það eru óháðir hægrimenn sem gagnrýna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra fyrir að nota auglýsingafé borgarinnar til þess að greiða kosningabaráttu sína. Þar tala þeir um auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hægt er að panta viðtal við borgarstjóra sem yrði til viðtals í einni þjónustumiðstöð borgarinnar. Á vefþjóðviljanum sem er á slóðinni andríki.is segja þeir Steinunni Valdísi hafa notað sama bragð þegar hún stóð í prófkjörsslag við þá Dag B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein. En vilja þeir meina að vitalstímarnir og auglýsingarnar sem þeim fylgja séu hafðir rétt fyrir borgarstjórnarkosningar að yfirlögðu ráði.

Steinunn vísar gagrýninni á bug og segist enn vera borgarstjóra sem þurfi að sinna borgarbúum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur líka verið grunuð um að nota svipuð ráð en í apríl var samþykkt af bæjarstjórn að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×