Innlent

Slasaðist töluvert í veltu skammt frá Hólmavík

MYND/Róbert

Ökumaður slasaðist talsvert þegar bíll hans valt út af þjóðveginum skammt frá Hólamvík síðdegis í gær. Í fyrstu var talið að hann vær stór slasaður og var óskað eftir að þyrla yrði send á vettvang, en hún var afturkölluð og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann dvelur enn. Talið er að hjólbarði hafi sprungið á bílnum með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×