Innlent

Töluverðar skemmdir unnar á Knarraróssvita

Töluvert tjón var unnið á Knarraróssvita austan við Stokkseyri um helgina þegar skotið var á hann úr riffli. Sérhannaðar rúður í honum brotnuðu, en sjálfur ljósalampinn skaddaðist ekki. Skotmaðurinn er ófundinn. Þrátt fyrir nútíma siglingatækni, gegna vitar enn öryggishlutverki fyrir sjófarendur og er málið því litið alvarlegum augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×