Innlent

Sjálfkjörin sveitarstjórn í Breiðdalnum

Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi á Austurlandi en þar er aðeins einn framboðslisti fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Á fréttavefnum Austurlandið.is er greint frá því að aðeins einn framboðslisti hafi verið lagður fram þegar framboðsrestur rann út á laugardaginn var. Framboðsfresturinn var síðan framlengdur fram til hádegis í dag en staðan sé óbreytt. Sama staða kom upp fyrir fjórum árum og því hefur ekki verið kosið til sveitastjórnar í Breiðdalshreppi í heil átta ár. Þeir sem mynda framboðslistann eina eiga þó ekki sæti í fráfarandi sveitastjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×