Innlent

Ekki vera í skærlitum fötum

Séð yfir Ástjörn.
Séð yfir Ástjörn.

Fólk sem á leið nærri Ástjörn í Hafnarfirði á að forðast að klæðast skærlitum fötum og ekki vera með hávaða eða annan skarkala. Ástæðan er sú að fuglavarp er að hefjast og því er búið að takmarka umferð um friðlandið.

Þannig má fólk ekki fara inn fyrir göngustíginn sem liggur umhverfis tjörnina fyrr en 15. júlí og er beðið um að fara varlega í nágrenninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×