Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði í dag

Mynd/AFP

Olíuverð fór rétt yfir 70 dollara markið á helstu mörkuðum í dag vegna óvissu um hvort Íranar íhugi að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Íran er annað stærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC og gæti samdráttur á olíuframleiðslu landsins haft áhrif á olíuframboð á heimsvísu.

Olía, sem afhent verður í júní, hækkaði um 27 sent á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og stendur í 70,04 Bandaríkjadollurum á tunnu. Norðursjávarolía hækkaði hins vegar um 38 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur í 70,59 dollurum á tunnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×