Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu.
Jón Gerald fór fram á að Arngrímur Ísberg dómari viki frá málinu. Ástæða kröfunnar var sú að Arngrímur hafði lýst Jóni Geraldi sem ótrúverðugu vitni þegar hann felldi dóm í Baugsmálinu í héraðsdómi. Arngrímur hafnaði því í Héraðsdómi 27. apríl síðast liðinn að víkja frá málinu og Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun hans í dag.