Sport

Við erum litla liðið í úrslitaleiknum

Steve McClaren ætlar að vinna síðasta leik sinn sem stjóri Boro
Steve McClaren ætlar að vinna síðasta leik sinn sem stjóri Boro NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren segir að spænska liðið Sevilla verði klárlega talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en segist ekkert hafa á móti því að sínir menn verði taldir litla liðið fyrir leikinn. Bein útsending verður frá leiknum á Sýn í kvöld og hefst hún klukkan 18:00.

"Lið Sevilla er tvímannalaust talið sigurstranglegra í leiknum og það er í fínu lagi - okkur er alveg sama þó við séum taldir litla liðið. Það sem mestu máli skiptir er að við nýtum þau færi sem við fáum í leiknum, því við erum ekki komnir alla þessa leið bara til þess að vera með - við ætlum að vinna þessa keppni," sagði verðandi landsliðsþjálfari Englendinga, Steve McClaren.

Þess má til gamans geta að McClaren stýrir liði Boro í 250. sinn á ferlinum í kvöld og verður þetta hans síðasti leikur áður en hann tekur við liði Englendinga eftir HM í sumar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×