Sport

Hefur fulla trú á Walcott á HM

Arsene Wenger telur enska landsliðið hafa efni á því að taka áhættuna á að nota Walcott þó hann hafi ekki þorað því sjálfur
Arsene Wenger telur enska landsliðið hafa efni á því að taka áhættuna á að nota Walcott þó hann hafi ekki þorað því sjálfur NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist hafa fulla trú á því að táningurinn Theo Walcott geti gert fína hluti með enska landsliðinu á HM í sumar ef hann fær á annað borð tækifæri til þess.

Wenger segir hraða Walcott vera eitrað vopn og bendir á að hann væri góður valkostur á varamannabekknum ef enska liðið þyrfti nauðsynlega á marki að halda. "Þetta verður góð reynsla fyrir hann og því ekki að leyfa honum að vera í byrjunarliðinu í einum eða tveimur leikjum," sagði Wenger, en hvernig ætli standi á því að Wenger gaf honum ekki tækifæri með Arsenal í vetur?

"Ástæðan fyrir því að ég gaf honum ekki tækifæri var sú að ég hafði ekki efni á að taka áhættu á lokasprettinum í deildinni. Við vorum í harðri baráttu um að ná Evrópusætinu og því kaus ég að notast við reyndari leikmenn," sagði Wenger. Hitt er svo annað mál hvort enska landsliðið er frekar í aðstöðu til að taka áhættu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×