Sport

Enginn leikmaður stærri en Manchester United

Ruud van Nistelrooy er ekki í náðinni hjá Sir Alex Ferguson þessa dagana og margir halda því fram að hann muni fara frá Manchester United í sumar
Ruud van Nistelrooy er ekki í náðinni hjá Sir Alex Ferguson þessa dagana og margir halda því fram að hann muni fara frá Manchester United í sumar NordicPhotos/GettyImages

Bryan Robson ráðleggur framherjanum Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United að endurskoða viðhorf sín ef hann ætli sér að eiga framtíð hjá liðinu, því enginn leikmaður sé stærri en Manchester United.

Nistelrooy hefur ekki verið í náðinni hjá Sir Alex Ferguson á síðustu vikum og um helgina sauð uppúr þegar sá hollenski stormaði í burtu frá Old Trafford í fýlu þegar í ljós kom að hann var ekki valinn í liðið. Bryan Robson þekkir vinnuaðferðir Ferguson vel síðan hann lék undir hans stjórn á sínum tíma og varar Nistelrooy við að líta of stórt á sig.

"Sir Alex hefur alltaf sagt að einn leikmaður geti aldrei orðið stærri en Manchester United og sú er líka raunin. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hefur verið í gangi hjá liðinu, en það gefur augaleið að Ferguson þykir hann ekki vera að fá það sama út úr Nistelrooy og hann fékk þegar liðið var að vinna alla titlana fyrir nokkrum árum. Svo getur vel verið að hann hafi líka kippt honum út úr liðinu til að reyna að ná honum aftur á strik," sagði Robson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×