Sport

Boltinn er hjá þeim

Joey Barton var um tíma orðaður við nokkur af stærri félögunum í enska boltanum, en sjálfur vill hann meina að City sé í sjálfu sér stórt lið og eigi að vera í Evrópukeppni á meðal þeirra bestu
Joey Barton var um tíma orðaður við nokkur af stærri félögunum í enska boltanum, en sjálfur vill hann meina að City sé í sjálfu sér stórt lið og eigi að vera í Evrópukeppni á meðal þeirra bestu NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City segir að boltinn sé í höndum forráðamanna félagsins þegar kemur að því að framlengja samning hans. Barton gerði allt vitlaust hjá félaginu í vetur þegar hann fór fram á að verða seldur eftir að erfiðlega gekk að smíða nýjan samning handa honum.

Barton er talinn eitt mesta efni Englendinga í sinni stöðu, en lokaspretturinn hjá Manchester City í vor olli miklum vonbrigðum og endaði liðið í 15. sæti. Barton hefur dregið kröfur sínar um að vera settur á sölulista til baka og segist nú mun rólegri yfir samningamálunum en áður.

"Boltinn er í höndum þeirra núna. Ég vil vera áfram hjá Manchester City, en það kemur ekki í ljós fyrr en síðar í sumar hvað verður. Ef þeir vilja mig áfram - gott mál. Ef ekki - þá er það enginn heimsendir," sagði Barton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×