David Coulthard hafði ekki heppnina með sér í tímatökunum fyrir Spánarkappaksturinn í dag, en hann verður á morgun aðeins áttundi ökumaðurinn í sögunni til að taka þátt í 200 keppnum. Coulthard ók bíl sínum út af brautinni í dag og þarf að ræsa í næst síðasta sætinu á morgun.
"Það kom eitthvað fyrir í bílnum hjá mér, því þetta var alls ekki erfið beygja sem ég tók þegar óhappið varð. Við verðum bara að kyngja þessu og sjá hvað við getum gert á morgun," sagði Coulthard vonsvikinn eftir að Red Bull bíll hans sveif út af brautinni í dag.