Innlent

Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld

MYND/Valgarður

Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna.

Að sögn Friðriks Atlasonar, eins af fulltrúum SFR í samninganefnd, er unnið að útreikningum á hækkunum þessa stundina og rætt hvernig hækkanirnar koma til. Samningar ættu að liggja fyrir í kvöld og verða þeir kynntir fyrir trúnaðarmönnum starfsmanna í hádeginu á morgun. Í kjölfarið verður ákveðið hvort setuverkföllum, sem boðuð hafa verið á þriðjudag og föstudag, verði aflýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×