Seinna markið var algjör heppni hjá mér 15. maí 2006 19:45 Steven Gerrard viðurkennir að hann hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi þegar hann skoraði draumamarkið í úrslitaleik enska bikarsins um helgina NordicPhotos/GettyImages Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. "Ég var gjörsamlega búinn á því á þessum tímapunkti í leiknum og skömmu áður hafði ég tekið aukaspyrnu sem nánast flaug út fyrir leikvanginn. Ég verð að viðurkenna að ég miðaði nú ekki í þetta horn þegar ég tók spyrnuna, en ég vissi að boltinn færi á markið því ég hitti hann svo vel. Ég hitti boltann vel eftir góða sendingu í fyrra markinu, en það síðara var heppni hjá mér," sagði Gerrard og bætti við að framlengingin hefði verið leikmönnum Liverpool mikil þolraun. "Við biðum hreinlega eftir því að flautað yrði af, því það var engu líkara en við værum að spila fimm þarna inni á vellinum og menn hrundu í grasið með krampa hver af öðrum. Við lærðum það hinsvegar eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í fyrra að þó maður lendi undir, er leikurinn ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af og sú reynsla kom sér sannarlega vel þarna. Þegar svo Reina varði glæsilega frá West Ham í framlengingunni, fannst okkur sem við ættum möguleika á að sigra. Við gerum mikið af því að æfa vítakeppnir á æfingum og þar hef ég kynnst því hvað er erfitt að skora hjá Reina. Við höfðum fulla trú á honum í vítakeppninni og hann stóð fyllilega undir því," sagði Gerrard, sem fór þess á leit við Benitez að fá að taka fyrstu spyrnuna í vítakeppninni. Honum var hinsvegar skipað að taka þriðju spyrnuna og náði hann að skora úr henni. "Ég reyndi bara að spyrna eins fast og ég gat og hitta á rammann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna Sjá meira
Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. "Ég var gjörsamlega búinn á því á þessum tímapunkti í leiknum og skömmu áður hafði ég tekið aukaspyrnu sem nánast flaug út fyrir leikvanginn. Ég verð að viðurkenna að ég miðaði nú ekki í þetta horn þegar ég tók spyrnuna, en ég vissi að boltinn færi á markið því ég hitti hann svo vel. Ég hitti boltann vel eftir góða sendingu í fyrra markinu, en það síðara var heppni hjá mér," sagði Gerrard og bætti við að framlengingin hefði verið leikmönnum Liverpool mikil þolraun. "Við biðum hreinlega eftir því að flautað yrði af, því það var engu líkara en við værum að spila fimm þarna inni á vellinum og menn hrundu í grasið með krampa hver af öðrum. Við lærðum það hinsvegar eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í fyrra að þó maður lendi undir, er leikurinn ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af og sú reynsla kom sér sannarlega vel þarna. Þegar svo Reina varði glæsilega frá West Ham í framlengingunni, fannst okkur sem við ættum möguleika á að sigra. Við gerum mikið af því að æfa vítakeppnir á æfingum og þar hef ég kynnst því hvað er erfitt að skora hjá Reina. Við höfðum fulla trú á honum í vítakeppninni og hann stóð fyllilega undir því," sagði Gerrard, sem fór þess á leit við Benitez að fá að taka fyrstu spyrnuna í vítakeppninni. Honum var hinsvegar skipað að taka þriðju spyrnuna og náði hann að skora úr henni. "Ég reyndi bara að spyrna eins fast og ég gat og hitta á rammann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna Sjá meira