Sport

Tók viðtal við sjálfan sig í dag

Jose Mourinho stýrði blaðamannafundinum sjálfur í dag
Jose Mourinho stýrði blaðamannafundinum sjálfur í dag NordicPhotos/GettyImages

Hinn sérlundaði Jose Mourinho kom blaðamönnum í opna skjöldu í dag þegar tilkynnt var um komu Michael Ballack til Chelsea, þegar hann spurði sjálfan sig spurninga um nýja leikmanninn og svaraði þeim áður en fjölmiðlamenn komust að.

"Á koma Michael Ballack ekki eftir að hafa mikil áhrif á hlutverk Frank Lampard í liðinu?" hóf Mourinho máls. "Jú, tvímannalaust, því hann vill spila með þeim bestu og hann vill styrkja liðið í kring um sig eins og aðrir. Ég hlakka persónulega mikið til að vinna með þeim báðum og að stilla þeim upp hlið við hlið," sagði Mourinho - og hélt áfram:

"Er Michael Ballack aðeins sá fyrsti í röð fjölda nýrra leikmanna sem eru á leið í herbúðir Chelsea í sumar? Nei, hann er sá fyrsti af nokkrum. Við þurfum ekki marga leikmenn - við erum með gott lið og ætlum að bæta við okkur tveimur eða þremur leikmönnum. Við erum tvöfaldir Englandsmeistarar og erum með frábært lið, sem engu að síður er hægt að bæta og koma enn lengra með einum eða tveimur heimsklassa leikmönnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×