Viðskipti erlent

Bættur hagur hjá HP

Merki HP við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Palo Alto í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Merki HP við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Palo Alto í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Tekjur bandaríska tölvuframleiðandans Hewlett-Packard (HP) námu 1,46 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins en það er 51 prósenta aukning á milli ára. Tekjurnar námu 51 senti á hlut, sem er umfram væntingar fjármálasérfræðinga en þeir reiknuðu með tekjuaukningu upp á 49 sent á hlut. 

Helstu ástæður aukningarinnar er m.a. aukin sala á HP fartölvum á heimsvísu og hagræðing í rekstri en fyrirtækið hefur sagt upp 8.100 manns frá því stjórn fyrirtækisins greindi frá því í fyrra að ætlunin væri að segja upp 14.500 manns í heildina.

Að sögn sérfræðinga hjá markaðsrannsóknarfyrirtækinu Gartner jókst tölvusala um 14,9 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, en það er 1,1 prósentustiga aukning frá sama tíma í fyrra. Tölvusala hjá samkeppnisaðilanum Dell dróst hins hins saman um 0,4 prósentustig

á sama tímabili og nam 16,5 prósentum á fyrsta fjórðungi ársins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×