300 nördar hafa skráð sig 18. maí 2006 13:27 Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is Lífið Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is
Lífið Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira