300 nördar hafa skráð sig 18. maí 2006 13:27 Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Sýn leitar að þátttakendum Í nýjum íslenskum raunveruleikaþætti sem heitir FC NÖRD - eða NÖRDARNIR - og verður tekinn til sýninga haustið 2006. Skráning hefur gengið vonum framar og nú hafa um þrjú hundruð manns lýst yfir áhuga á að taka þátt með því að skrá sig á www.syn.is. Sýnir það svo ekki verður um villst þann mikla áhuga sem er á þáttunum. Það fer því hver að vera síðastur að skrá sig því skráningu lýkur á laugardaginn.Hverjum leitum við að?Við leitum að 16 opnum, vel gefnum og skemmtilegum náungum á aldrinum 18-28 ára sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og líta fúsir og glaðir á sig sem NÖRDA.Við leitum að sjálfskipuðum NÖRDUM sem eru sannkallaðir viðvaningar í fótbolta og hafa gott sem aldrei mætt á fótboltaæfingu. Einhverjum sem hafa almenna andúð á íþróttum en þeim mun meiri áhuga á öðrum hugðarefnum eins og tölvuforritun, myndasögum, fiðrildum, frímerkjum, efnafræði, kóngafólki, hersögu, taflmennsku, ljóðlist o.fl. Einhverjum sem þó eru hinir jákvæðustu og meira en til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Hver er tilgangurinn?Markmiðið er að búa til fótboltaliðið FC Nörd, skipað 16 NÖRDUM. Fela liðið í hendur landsfrægum og annáluðum knattspyrnuþjálfara sem hefur þrjá mánuði til að þjálfa það og gera úr því alvöru fótboltalið. Útskriftarverkefni liðsins er að mæta besta knattspyrnuliði Íslands í glæsilegum og æsilegum knattspyrnuleik að viðstöddum fjölda áhorfenda og helstu fjölmiðlum.Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu og gott svigrúm til að einbeita sér að æfingum og upptökum á þáttunum. Æskilegra væri því ef viðkomandi er námsmaður eða ekki í fullri vinnu. Hann verður að vera tilbúinn að taka þátt í æfingum a.m.k. tvisvar sinnum í viku; stundum um helgar. Auk æfingaferlisins verður svo að sjálfsögðu boðið uppá ýmsar spennandi og skemmtilegar uppákomur fyrir hópinn. Hvað græðirðu æa því að vera með?Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir hvern þann sem vill slá tvær flugur í einu höggi; komast í betra form og slá um leið í gegn – verða sjónvarpsstjarna á svipstundu. Hver slær hendinni á móti því að ávinna sér viðlíka frægð og aðdáun og David Beckham og Eiður Smári Gudjohnsen? Umbreytast á einu sumri í fitt og flotta íþróttahetju sem eftir verður tekið og allur munu þekkja. Síðast en ekki síst býðst þátttakendum hin fullkomna áskorun; að mæta í ógleymanlegum kappleik besta fótboltaliði landsins.Nánari upplýsingar um þáttinn og þátttökuna er að finna á http://www.syn.is
Lífið Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira